fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stjórnlaust ástand í Ekvador: „Þið lýstuð yfir stríði og það er það sem þið fáið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 10:08

José Adolfo Macías slapp úr fangelsi á sunnudag. Í kjölfarið lýstu yfirvöld í Ekvador yfir neyðarástandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpagengi vaða uppi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador og hafa að minnsta kosti tíu óbreyttir borgarar verið myrtir. Vopnaðir menn ruddust inn í beina útsendingu TC-sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi og var starfsfólk neytt til að leggjast í gólfið áður en útsending var rofin.

Forseti landsins lýsti á mánudag yfir neyðarástandi í landinu eftir að glæpaforinginn José Adolfo Macías slapp úr fangelsi á mánudag.

Með þessu virðist forsetinn hafa hellt olíu á eldinn því síðan þá hafa glæpagengi í landinu hótað öllu illu. Minnst tíu borgarar hafa verið myrtir og hafa glæpagengin hótað að drepa þá sem voga sér að fara út fyrir hússins dyr þegar kvölda tekur. Hefur skálmöldin einnig náð inn í fangelsi landsins þar sem fangaverðir hafa verið drepnir eða teknir í gíslingu.

„Þið lýstuð yfir stríði og það er það sem þið fáið,“ hafa glæpasamtökin sagt í yfirlýsingu.

Forseti landsins, Daniel Noboa, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem hann getur til að ná tökum á ástandinu en talið er að um tuttugu glæpahópar standi á bak við uppreisnina í landinu. Stærst þeirra er Choneros en Macías er einmitt leiðtogi þeirra.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að átta hafi verið myrtir í borginni Guayaquil og tveir lögregluþjónar til viðbótar í bænum Nobol.

Bent er á það að ofbeldi glæpahópa í Ekvador, með tengsl við glæpahópa í Kólumbíu og Mexíkó, hafi aukist mjög á undanförnum árum. Berjast hóparnir um þá gríðarlegu hagsmuni sem eru undir í fíkniefnaviðskiptum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar