Emile Heskey fyrrum framherji Liverpool og fleiri liða verður líklega gerður gjaldþrota á næstu dögum.
Heskey var talinn eiga yfir 2 milljarða árið 2009 en hann hefur tapað miklum fjármunum síðustu ár.
Skattayfirvöld í Bretlandi hafa sett fram gjaldþrotabeiðni á hendur Heskey sem er sex barna faðir.
Heskey hefur á undanförnum árum ekki gefið upp allar tekjur sínar og skuldar skattinum vegna þess.
Hann rak bar í úthverfi Manchester sem tapaði miklum fjármunum og þá tók hann þátt í fjárfestingaverkefni sem reyndist svindl og tapaði þar miklu.