Breskt par var að borða pizzu í mathöllinni við Hlemm þegar nokkrir íslenskir unglingar að leika sér með flugelda hinum megin við götuna.
Þau birtu myndband af atvikinu á TikTok, en sprengja unglinganna sprakk í húsasundi við hliðina á veitingastaðnum Mai Thai.
„Við vorum að njóta pizzunnar okkar á Íslandi og þá gerðist þetta,“ skrifaði Shane Williams með myndbandinu, sem hefur fengið um 120 þúsundir áhorfa.
@shanewilliamsss Great entertainment! 🧨 #iceland #chav #fireworks #fyp #foryoupage #viral #playingup #pizza #boom #pizza #funny #funnyvideos ♬ original sound – Shane Williams
Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hafa þó nokkrir Íslendingar skrifað við það.
„Venjulegur dagur í miðbæ Reykjavíkur,“ sagði einn og tóku margir undir.
„Þetta kemur mér ekki á óvart (ég bý þarna),“ sagði annar.