Vísindamenn fundu nýlega steingervinga af þessu dýri, sem heitir Timorebestia koprii eða „hryllingsdýrið“ á norðanverðu Grænlandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Science Advances.
Dýrið var uppi frá því fyrir 541 milljónum árum síðan þar til fyrir 485 milljónum árum síðan. Dýrið var með ugga á báðum hliðum líkamans og langa fálmara.
Dýrið varð allt að 30 cm langt og þar með eitt af stærstu syndandi dýrunum á þessum tíma.
Í fréttatilkynningu er haft eftir Jakob Vinther, steingervingafræðingi við Bristol háskólann á Englandi, að Timorebestia hafi verið risar síns tíma og hafi verið nálægt því að vera á toppi fæðukeðjunnar.
Steingervingarnir fundust í jarðlögum og voru svo vel varðveittir að vísindamenn gátu rannsakað meltingarkerfi dýranna og séð hvað þau voru að éta þegar þau drápust.