Húseigandi einn hafði samband við fyrirtækið eftir að hafa séð það sem hann taldi vera dökka eiturslöngu, líklegast baneitraða, í húsi sínu.
Slangan virtist vera að hvíla sig, að hálfu hulin en húseigandinn taldi það aðeins tímaspursmál hvenær hún myndi fara af stað og jafnvel hverfa sjónum. Slöngufangararnir flýttu sér því á vettvang.
Eins og gefur að skilja nálguðust þeir dýrið með mikilli varúð því bara ein röng hreyfing gat verið ávísun á mikil vandræði. Spennan var mikil og óhætt að segja að adrenalínið hafi flætt.
En rétt eftir hið krítíska augnablik þar sem slangan var loks fönguð, heyrðust sérfræðingarnir andvarpa af létti og síðan hlógu þeir.
Slangan var nefnilega ekki eitruð og ekki einu sinni lifandi því þetta var svört slanga úr bílvél!
„Það var mjög fyndið fyrir alla þegar við sáum hvað þetta var. Húseigandinn var svolítið vandræðalegur en sá síðan spaugilegu hliðina á þessu,“ sagði talsmaður fyrirtækisins í samtali við The Dodo og bætti við: „Við urðum að kíkja aftur, því þetta líktist mjög skrokki eiturslöngu.“