fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fjölskyldan kallaði eftir slöngusérfræðingi – Skammaðist sín niður í tær þegar „slangan“ hafði verið fönguð

Pressan
Sunnudaginn 14. janúar 2024 19:00

Þetta blasti við íbúunum. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuslöngufangararnir hjá Illawarra Snake Catcher í Ástralíu eru engir viðvaningar þegar kemur að því að fanga slöngur. Þeir aðstoða fólk daglega við að losna við slöngur, hvort sem þær eru eitraðar eður ei, og flytja þær á nýjar slóðir fjarri mannabyggðum. En þeir áttu ekki von á því sem þeir rákust á nýlega.

Húseigandi einn hafði samband við fyrirtækið eftir að hafa séð það sem hann taldi vera dökka eiturslöngu, líklegast baneitraða, í húsi sínu.

Slangan virtist vera að hvíla sig, að hálfu hulin en húseigandinn taldi það aðeins tímaspursmál hvenær hún myndi fara af stað og jafnvel hverfa sjónum. Slöngufangararnir flýttu sér því á vettvang.

Eins og gefur að skilja nálguðust þeir dýrið með mikilli varúð því bara ein röng hreyfing gat verið ávísun á mikil vandræði. Spennan var mikil og óhætt að segja að adrenalínið hafi flætt.

En rétt eftir hið krítíska augnablik þar sem slangan var loks fönguð, heyrðust sérfræðingarnir andvarpa af létti og síðan hlógu þeir.

Slangan var nefnilega ekki eitruð og ekki einu sinni lifandi því þetta var svört slanga úr bílvél!

„Það var mjög fyndið fyrir alla þegar við sáum hvað þetta var. Húseigandinn var svolítið vandræðalegur en sá síðan spaugilegu hliðina á þessu,“ sagði talsmaður fyrirtækisins í samtali við The Dodo og bætti við: „Við urðum að kíkja aftur, því þetta líktist mjög skrokki eiturslöngu.“

Slangan ógurlega. Mynd:Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður