Áhorfendur á leik Middlesbrough og Chelsea í enska deildabikarnum í gær botnuðu ekki í búningavali síðarnefnda liðsins.
Um var að ræða fyrri leik í undanúrslitum. Boro fór með óvæntan sigur af hólmi, 1-0.
Það vakti athygli að Chelsea var í varabúningi sínum þrátt fyrir að ekkert hefði stoppað liðið að vera í sínum hefðbundnu bláu treyjum gegn rauðum Boro-mönnum.
Það sem vakti enn meiri athygli var það að varabúningur Chelsea er ekki allt of frábrugðin aðalbúningnum. Hann er dökkblár á meðan aðalbúningurinn er ljósari.
„Hver er tilgangurinn með þessu?“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.
Seinni leikur Chelsea og Boro fer fram eftir tæpar tvær vikur á Stamford Bridge.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Liverpool og Fulham. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield í kvöld.