fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Risakönguló setti met – Nú verður Herkúles mjólkaður

Pressan
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 06:30

Herkúles er stór og myndarleg könguló. Mynd:AUSTRALIAN REPTILE PARK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem þjást af köngulóarhræðslu ættu kannski ekki að lesa lengra en þeim sem finnst heimur dýranna heillandi hafa hins vegar kannski áhuga á því sem hér fer á eftir.

Í Ástralíu fannst nýlega stærsta karlköngulóin af tegundinni „funnel web“ sem nokkru sinni hefur fundist. Þetta er eitraðasta köngulóartegund heims og því ansi ógnvænleg í augum margra.

Köngulóin, sem hefur fengið nafnið Herkúles, er 7,9 cm mælt frá einum fæti til annars og hún er með höggtennur sem geta farið í gegnum neglur fólks. Venjuleg stærð köngulóa af þessari tegund er 5 cm.

Starfsfólk dýragarðsins Australna Reptile Park er í skýjunum yfir að hafa Herkúles í dýragarðinum. Þar mun hann verða og verður „mjólkaður“ til að hægt sé að búa til móteitur við biti tegundarinnar.

Emma Teni, starfsmaður köngulóardeildar dýragarðsins, sagði í samtali við ABC News að mikið eitur muni koma frá Herkúles og það geti orðið ótrúlega mikilvægt fyrir móteitursáætlun dýragarðsins.

Köngulær af þessari tegund halda sig aðallega í skóglendi og görðum húsa í jaðri Sydney sem er fjölmennasta borg Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi