Mirror segir að þá hafi hann gripið til þess ráðs að brjóta sér leið í gegnum rúðu á framhliðinni og hafi valdið tjóni sem nemur mörg hundruð þúsund íslenskum krónum.
Hann var handtekinn í kjölfar annars innbrots og játaði hann bæði innbrotin. Þegar hann var handtekinn bjó hann í tjaldi í garði einum í Hull. Fyrir dómi játaði hann einnig að hafa ekið án þess að vera með ökuréttindi sem og að hafa ekið ótryggðum bíl.
Fyrir dómi sagði saksóknari að þjófavarnarkerfi Morrison verslunarinnar hafi farið í gang umrædda nótt og hafi öryggisverðir strax skoðað útsendingar öryggismyndavéla og séð að hluti þaksins var hruninn. Einnig sást Wojs en hann var með dökkan trefil fyrir andlitinu og með bláa latex-hanska að sögn HullLive.
Sagði saksóknarinn að þakið hafi gefið sig undan þunga Wojs.
Í hinu innbrotinu kom Wojs hjólandi að húsi í borginni og braut sér leið inn í gegnum svalahurð. Þar stal hann veski með reiðufé og greiðslukortum í, einnig fartölvu, tösku og fleira.
Wojs var dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi.