fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þjófur gerði gat á þak til að geta stolið áfengi og lenti síðan í vanda

Pressan
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 24. október síðastliðinn gerði Maksyn Wojs gat á þak verslunar Morrison í Hull á Englandi til að geta brotist inn. Hann lét sig síga niður í verslunina og fyllti síðan bakpoka af áfengi. Því næst reyndi hann að komast sömu leið út úr versluninni og hann notaði til að fara inn í hana. En það gekk ekki upp því þakið hrundi.

Mirror segir að þá hafi hann gripið til þess ráðs að brjóta sér leið í gegnum rúðu á framhliðinni og hafi valdið tjóni sem nemur mörg hundruð þúsund íslenskum krónum.

Hann var handtekinn í kjölfar annars innbrots og játaði hann bæði innbrotin. Þegar hann var handtekinn bjó hann í tjaldi í garði einum í Hull. Fyrir dómi játaði hann einnig að hafa ekið án þess að vera með ökuréttindi sem og að hafa ekið ótryggðum bíl.

Fyrir dómi sagði saksóknari að þjófavarnarkerfi Morrison verslunarinnar hafi farið í gang umrædda nótt og hafi öryggisverðir strax skoðað útsendingar öryggismyndavéla og séð að hluti þaksins var hruninn. Einnig sást Wojs en hann var með dökkan trefil fyrir andlitinu og með bláa latex-hanska að sögn HullLive.

Sagði saksóknarinn að þakið hafi gefið sig undan þunga Wojs.

Í hinu innbrotinu kom Wojs hjólandi að húsi í borginni og braut sér leið inn í gegnum svalahurð. Þar stal hann veski með reiðufé og greiðslukortum í, einnig fartölvu, tösku og fleira.

Wojs var dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær