Aylo á vefsíður á borð við Pornhub, Redtube og YouPorn sem eins og flestir vita væntanlega eru klámsíður. Aylo lokaði fyrir aðgang að vefsíðunum í fyrrnefndum ríkjum á nýársdag í mótmælaskyni við nýja löggjöf.
Endgadget skýrir frá þessu. Það kemur kannski ekki á óvart að netnotendur í ríkjunum tveimur hafa því í miklum mæli leitað sér upplýsinga um hvernig á að nota „VPN“. „VPN“ er notað til að leyna ferðum sínum á Internetinu, það er að segja hvar notandinn er staddur.
Nýja löggjöfin, sem fer svo fyrir brjóstið á Aylo, er að í Montana og Norður-Karólínu tóku lög gildi um áramót sem kveða á um að netnotendur þurfa að staðfesta aldur sinn með skilríkjum þegar heimsækja klámsíður. Klámsíðurnar geta valið á milli að notast við „opinber skilríki“ sem ríkin gefa út eða með því að loka fyrir aðganginn og það gerði Aylo. Það sama hefur verið uppi á teningnum í öðrum ríkjum þar sem svipaðar reglur hafa verið settar.
Just found out Pornhub is disabled in North Carolina(I wasn’t jacking off stop saying I was jacking off) pic.twitter.com/pwlqQnVNZ0
— Kristi Yamaguccimane (@TheWapplehouse) December 29, 2023
Ef fólk í þessum ríkjum reynir að komast inn á klámsíður á borð við Pornhub blasir klámstjarnan Cherie DeVille við þeim og segir þeim að nýja löggjöfin sé ekki besta leiðin til að staðfesta aldur notenda. „Við teljum að besta og áhrifaríkasta lausnin til að vernda bæði börn og fullorðna sé að bera kennsl á notendur með því að notast við tölvuna þeirra og veita þeim aðgang að efni, sem aldurstakmörk eru á, og vefsíðum byggðu á þessu,“ segir DeVille.
Lög af þessu tagi voru fyrst sett í Louisiana í byrjun síðasta árs og síðan hafa nokkur önnur ríki fetað í kjölfarið. Utah, Arkansas, Mississippi, Virginía og Texas eru öll með sína eigin útgáfu af þessum lögum og færa þau rök að með því sé verið að gera börnum erfiðara fyrir við að nálgast klám.