Eggert Aron Magnússon hefur verið kynntur til leiks hjá Elfsborg. Þetta hefur legið í loftinu og nú verið staðfest.
Hinn 19 ára gamli Eggert skrifar undir samning til 2028.
Elfsborg kaupir þennan gríðarlega efnilega leikmann af Stjörnunni. Hjörvar Hafliðason sagði frá því á dögunum að kaupverðið gæti numið 900 þúsund evrum þegar uppi er staðið.
Eggert hefur vakið áhuga fjölda liða í Evrópu en hefur nú valið Elfsborg. Kappinn skoraði tólf mörk í Bestu deild karla á síðustu leiktíð.
Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og gerir aðra atlögu að ári.
Välkommen Eggert 👋🇮🇸
_____#vitillsammans #elfsborg #borås pic.twitter.com/Kfyqpxju5E— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) January 9, 2024