fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ungur maður ákærður fyrir að brenna niður sumarbústað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 10:00

Frá Kaldárselsvegi. Myndin er stílfærð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafn Jón Valgeir Stefánsson, sem fæddur er árið 2001, hefur verið ákærður fyrir að kveikja í sumarbústað við Kaldárselsveg í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að bústaðurinn brann til kaldra kola. Atvikið átti sér stað fyrir tæpum fjórum árum.

Í ákæru héraðssaksóknara segir að Jón sé ákærður fyrir eignaspjöll, húsbrot og brennu með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar árið 2020, farið að sumarhúsi við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, brotið útiljós við húsið og því næst farið heimildarlaust inn um glugga þess. Þar inni hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að sumarhúsið brann til grunna. „Með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna,“ segir í ákærunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að Jón verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 16. janúar næstkomandi.

Jón hefur áður komið við sögu dómstóla en hann var dæmdur fyrir ofbeldi í eftirminnilegu máli sem tengist Elliðavatni. Fékk hann 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hlut sinn í ofbeldi gegn manni sem neyddur var til afklæðast og vaða í Elliðavatn. DV fjallaði um málið í febrúar í fyrra.

Sjá einnig: Óhugnaður við Elliðavatn – Unglingarnir þurfa loksins að svara til saka

Í fréttinni segir meðal annars:

„Í ákæru segir að frelsissviptingin hafi hafist stuttu eftir að brotaþolinn settist í aftursæti bíls við Árbæjarsafn í Reykjavík, sem einn hinna ákærðu ók. Hinir tveir komu út úr farangursrými bílsins og settust í aftursætið við hlið mannsins.

Þeir hótuðu að úða piparúða í augu hans og neyddu hann þannig til að aka með sér að sumarbústað við sunnanvert Elliðavatn og vera þar. Þar eru þeir sagðir hafa veist að honum með ofbeldi, úðað piparúða í augu hans og slegið hann víðsvegar um líkamann með stálkylfu.

Þeir eru síðan sagðir hafa neytt hann til að afklæðast og fara ofan í Elliðavatn með því að hóta honum frekari líkamsmeiðingum. Að því loknu óku þeir burtu og skildu hann eftir kaldan og blautan við Elliðavatn. Maðurinn er sagður hafa hlotið af árásinni yfirborðsáverka og marbletti á báðum handleggjum, vinstri öxl, vinstri fótlegg og á baki, marbletti á andliti og höfði og yfirborðsáverka á augnsvæði.“

 

Aths. Fréttinni hefur verið breytt lítillega vegna nýrra upplýsinga. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks