Joao Felix er stuðningsmaður Leeds á Englandi.
Þetta sagði Portúgalinn í viðtali á Spáni, þar sem hann er leikmaður Barcelona á láni frá Atletico Madrid.
Felix var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en hefur nú opinberað að enska liðið sem hann styður sé Leeds, sem í dag spilar í ensku B-deildinni eftir fall úr úrvalsdeildinni í vor.
Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Felix en hann á að snúa aftur til Atletico Madrid úr láni í sumar. Kappinn kveðst sáttur hjá Barcelona.