fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kvartanir til umboðsmanns aðeins einu sinni fleiri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2023 var nóg að gera hjá embætti umboðsmanns Alþingis en aðeins einu sinni hefur embættinu borist fleiri kvartanir. Heildarfjölgun nemur tæpum 4 prósentum milli ára, eða alls 548 talsins. Frá þessu greinir í yfirliti birt á vefsíðu umboðsmanns.

Ekki tókst þó að slá metið frá árinu 2021 þegar kvartanir voru 570 og má þess geta að þær voru svo 528 árið 2022.

Embættið ákvað svo að taka 20 má til skoðunar að eigin frumkvæði á síðasta ári og farið var í sjö heimsóknir á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftirlits sem embættið fer með. Fjórar skýrslur voru gefnar út vegna slíks eftirlits og eru tvær til viðbótar væntanlegar innan tíðar. Embættið sinnti svo fjölda annarra erinda á borð við ábendingar, fyrirspurnir og fundarbeiðnir.

Umboðsmaður skilaði 17 álitum í 18 málum, en í einu tilfelli voru tvö mál sameinuð í eitt. Þetta er fækkun frá fyrri árum þar sem álitin voru 60 hvort ár. Engin einhlít skýring er fyrir þessari hækkun, að mati embættisins, en umboðsmaður vísar þó til að samkvæmt bráðabirgðatölum var tæplega 23 prósentum mála á árinu lokið að fenginni leiðréttingu eða skýringu stjórnvalda, en árið 2022 var þetta hlutfall 13 prósent. Dæmi um þetta er ákvörðun Reykjavíkur um að hætta að rukka handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða fyrir afnot af bílastæðahúsum borgarinnar.

Hafa ber í huga að í lokabréfi umboðsmanns getur verið að finna ýmsar athugasemdir og ábendingar til stjórnvalda þótt þær séu ekki settar fram í formlegu áliti. Dæmi um slíkt er bréf umboðsmanns til forsætisráðherra vegna reglna um rafvarnarvopn.

Álit umboðsmanns eru að sama bragði mis umfangsmikil eftir eðli máls hverju sinni. Ítarlegt álit var til dæmis birt í vikunni sem varðaði athugun á kvörtun Hvals hf. vegna útgáfu reglugerðar um frestun tímabils til veiða á langreyðum. Annað dæmi er álit umboðsmanns sem fjallaði um hæfi þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssonar, við Íslandsbankasöluna, en það álit leiddi til þess að Bjarni skipti um ráðuneyti.

Flestar kvartanir bárust í mars og í desember en fæstar í ágúst. 489 kvartanir voru afgreiddar árið 2023 þannig að um áramót voru 137 í vinnslu. Þar af voru 92 til athugunar hjá umboðsmanni, 9 til umsagnar hjá þeim sem kvartaði og beðið svara frá stjórnvöldum í 36 málum. Tæplega 60 prósent kvartana var lokið innan mánaðar frá því að þær bárust, liðlega 80 prósent innan tveggja mánaða og hartnær 90 prósent á þremur mánuðum.

Af frumkvæðisathugunum má nefna hæfi fjármálaráðherra, undirbúning og ábyrgð við sölu á hlutum í Íslandsbanka, ferðafrelsi barna á gosstöðvum í Meradölum, samskiptamöguleikar fanga við stjórnvöld, heimildir erlendra lögregluþjóna til beitingar lögregluvalds á Íslandi og skoðun á samráði ráðherra í ríkisstjórn í tengslum við breytingar á reglum um notkun lögreglu á rafvopnum.

Af þeim sjö heimsóknum í tengslum við OPCAT-eftirlit voru tvær í fangelsin á Hólmsheiði og Sogni. Eins voru skoðuð þrjú búsetuúrræði Vinakots í Hafnarfirði, sambærilegar heimsóknir voru farin í sjö úrræði hjá Klettabæ og svo var farið í eftirlit í fangageymslur á Selfossi á á lokaða deild fólks með heilabilunareinkenni á Sunnuhlíð. Svo var farið í eftirfylgniheimókn á Stuðla.

Von er á skýrslum um Vinakot og Klettabæ á fyrstu mánuðum þessa árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg