fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Aldagamla ráðgátan leyst – Þess vegna er pissið gult

Pressan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulunni hefur nú verið svipt af aldagamalli ráðgátu sem hefur valdið vísindamönnum töluverðum heilabrotum. Þessi ráðgáta varðar einkennislit þvags okkar, sem er gulur þegar allt virkar sem skildi. Hingað til hafa vísindamenn ekki vitað hvaðan liturinn kemur, en samkvæmt nýrri rannsókn sem var birt í Nature Microbiology á dögunum, en búið að ráða gátuna.

Þvag samanstendur af vatni, rafvökum og úrgangi frá nýrunum. Rúmlega öld er síðan vísindamenn báru kennsl á efnið urobilin sem það gula í þvaginu, en hvers vegna þetta efni var gult var þó áfram á huldu. Rannsóknin fór fram á vegum háskólans í Maryland í Bandaríkjunum í samstarfi við heilbrigðisstofnunina National Institute of Health. Þar tókst vísindamönnum rekja gula litinn til ensíms sem kallast bilirubin.

„Það er ótrúlegt að hversdagslegt líffræðilegt fyrirbæri sem þetta hafi verið óútskýrt þetta lengi, og teymið okkar er spennt að fá það hlutverk að ráða gátuna,“ sagði aðstoðar prófessorinn Brantley Hall í samtali við Maryland Today.

Samkvæmt rannsókninni þá reyndist varið falið í hefðbundinni starfsemi líkamans. Rauð blóðkorn sem hafa gengt sínu hlutverk í sex mánuði fara í niðurbrotsferli þar sem myndast listaefnið bilirubin er skær appelsínugult. Þetta litarefni berst svo inn í meltingarkerfið þar sem það er annað hvort tekið aftur upp í líkamann, eða skilað út. Á þessu meltingarferli þá komast örverur í snertingu við efnið sem geta umbreytt bilirubin yfir í aðrar sameindir. Meðal annars í litlausa efnis urobilinogen. Urobilinogen getur svo brotnað niður í sameindina urobilin sem ber ábyrgð á gula litnum í þvaginu.

Þó svo þessi uppgötvun gæti komið sumum fyrir sjónir sem heldur ómerkileg þá segja vísindamenn hana þó stórt skref í áttina að betri skilningi á mannslíkamanum. Þvag er gríðarlega mikilvægt greiningartól fyrir lækna þar sem ýmsa kvilla má greina í þvagi.

Samkvæmt Brantley Hall gæti þessi uppgötvun orðið undirstaðan að framförum í læknavísindum á borð við betri leiðir til að berjast við iðrabólgu og gulu. Nú þegar búið er að finna þetta gula-ensím er hægt að rannsaka hvernig bakteríur í meltingarvegi hafa áhrif á gildi þessa ensíms og hvernig það tengist heilsukvillum á borð við gulu. Eins sé þetta stórt skref í að betri skilningi á samspili iðra og lifrar, jafnvel gæti þetta leitt til betri skilnings á ofnæmi sem og gigt, og almennt skref að betri skilningi á hlutverki örvera í meltingarvegi á heilsu manna.

New York Post greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Fyrir 4 dögum

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós