Alexander var nýkominn heim til Rússlands eftir að hafa heimsótt hafnarborgina Mariupol í Úkraínu en borgin hefur verið á valdi Rússa síðan í maí 2022.
Alexander flutti fréttir frá Mariupol fyrir fréttamiðilinn Rabkor þar sem hann gagnrýndi hversu hægt það hefði gengið að byggja borgina upp. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur séð borgina fyrir sér sem einskonar sumarleyfisstað fyrir Rússa við Azov-haf.
Sagðist hann búa yfir upplýsingum um „gríðarlega spillingu“ varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og hafði hann hótað að birta þær áður en hann lést. Ekki liggur fyrir hvernig Rybin lést en dauðsfall hans hefur verið sett í samhengi við önnur dularfull dauðsföll þeirra sem voga sér að gagnrýna rússnesk stjórnvöld.
Um 400 þúsund manns bjuggu í Mariupol fyrir innrás Rússa en borgin var nánast lögð í rúst þegar rússneskar hersveitir réðust þar inn. Talið er að þúsundir hafi látist í sprengjuárásum Rússa. Íbúar Mariupol eru í dag taldir vera um 100 þúsund.