Samkvæmt enskum blöðum vill Arsenal fá 30 milljónir punda fyrir Eddie Nketiah ef hann á að fara frá félaginu nú í janúar.
Arsenal er til í að selja Nketiah til að fá inn fjármuni fyrir nýjum framherja.
Nketiah er 24 ára gamall en hann var á meðal varamanna gegn Liverpool um helgina þrátt fyrir meiðsli Gabriel Jesus.
Nketiah var vafalítið ósáttur með það að sjá Kai Havertz sem fremsta mann í fjarveru Jesus.
Nú segja ensk blöð að Arsenal sé tilbúið að selja hann en Mikel Arteta vill helst sækja Ivan Toney framherja Brentford nú í janúar.