Jose Mourinho, stjóri Roma er að skoða framtíð sína hjá félaginu en samningur hans er á enda í vor og hefur hann fengið áhugaverð tilboð.
Mourinho hefur undanfarið verið orðaður við landslið Brasilíu og þá hafa lið í Sádí Arabíu sýnt honum áhuga.
Mourinho var rekinn af velli í jafntefli gegn Atalanta um helgina en þetta var fimmta rauða spjaldið hans á átján mánuðum með Roma.
Fjölmiðlar á Ítalíu segja að bæði Mourinho og Roma séu efins um það að framlengja samstarfið.
Mourinho og Roma hafa hikstað undanfarið og eru aðeins með einn sigur í síðustu fimm leikjum,.