Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United telur að Erik ten Hag verði rekinn á næstu mánuðum vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpinu í gær.
Ten Hag var sáttur með 0-2 sigur á slöku Wigan liði en frammistaða United í leiknum var slök.
„Enski bikarinn snýst um að vinna, þú vilt klára verkefnið,“ sagði Ten Hag eftir leik.
Ten Hag fór svo að tala um verkefnið sem hann er í með Manchester United og þá varð Keane pirraður.
„Ég sé hans hugmyndir ekki koma fram, það er vandamálið hans hjá United,“ segir Keane.
„Þjálfarinn fer þarna að ræða um verkefni, hann verður líklega rekinn á næstu mánuðum. Þetta ömurlega orð verkefni, ég sé ekkert í þessum leik og hef ekki séð í marga mánuði.“
„Þeir eru komnir áfram en ekki láta þennan sigur blekkja ykkur.“