fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Guðni tekur íslenskt atvinnulíf til bæna – „Eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna virðast telja þetta allt í lagi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur áhyggjur af þróun mála þegar íslensk tunga er annars vegar. Guðni stingur niður penna í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir atvinnulífið vera íslenskunni verst.

„Íslensk­an á í vök að verj­ast, oft­ast snú­ast umræðurn­ar um áhyggj­ur af börn­um og ung­ling­um. Þeir sem af minnstri virðingu um­gang­ast hins veg­ar ís­lensk­una eru eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna. Í vax­andi mæli eru fyr­ir­tæk­in lát­in bera er­lend nöfn, nefnd upp á ensku og ekk­ert er sinnt um að kenna er­lendu starfs­fólki hingað komnu að skilja eða tala ís­lensku,“ segir Guðni í grein sinni og nefnir til dæmis að milljónir hafi verið lagðar í auglýsingar á síðasta ári til að breyta nafni Rúmfatalagersins í Jysk og hamrað í þjóðina í sjónvarpsauglýsingum.

„Hvar sem maður fer um versl­an­ir og landið eru er­lend­ir starfs­menn á veit­inga­stöðum og versl­un­um mál­laus­ir á ís­lensku. Eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna virðast telja þetta allt í lagi og fæst­ir gera nokkuð í að kenna sínu fólki lág­marks­ís­lensku. Mér er sagt að mörg hjúkr­un­ar­heim­ili séu mönnuð með ágætu er­lendu starfs­fólki sem kunni ekki stakt orð í mál­inu. Megnið af eldra fólki vill geta talað við hjúkr­un­ar­fólkið og það fólk sem því þjón­ar. Margt af þessu ágæta er­lenda fólki er komið til að verða hluti af þjóðinni og sest hér að mál­laust,“ segir hann.

Guðni segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi sýnt mikinn vilja til að verja málið og með nokkrum árangri opnað augu fólks fyrir því að tungan er okkur allt.

„Flug­stöðin, and­dyri Íslands, varð að taka upp regl­ur og virða tungu­málið. Gangirðu eft­ir Lauga­veg­in­um í Reykja­vík er ör­ugg­lega þriðja hvert fyr­ir­tæki nefnt upp á ensku og þannig er þró­un­in um allt land,“ segir Guðni og heldur áfram:

„Nokk­ur ís­lensk orð eru alþjóðleg svo sem Geys­ir, Gull­foss, Bláa lónið, Þing­vell­ir, Eyja­fjalla­jök­ull, norður­ljós svo eitt­hvað sé nefnt. Ekki hvarfl­ar að eig­end­um hót­ela á þess­um stöðum að nefna þau upp á ensku! Hinn vin­sæli ferðamannastaður Bláa lónið er á Norður­ljósa­vegi en samt er nýtt hót­el á þess­um ramm­ís­lenska stað nefnt upp á ensku Hotel Northern Light Inn.“

Guðni segir að stutt sé síðan lög þvinguðu þá sem gerðust íslenskir ríkisborgarar til að breyta nafni sínu og taka upp íslensk lög. En það var sársaukafullt og gekk ekki upp, segir hann.

„En und­ir­ritaður skor­ar á Lilju Al­freðsdótt­ur og Alþingi að festa í sessi að öll fyr­ir­tæki á Íslandi beri ís­lenskt nafn þótt undirnafn kunni að vera á ensku. Enn frem­ur að það ágæta fólk sem hingað kem­ur í at­vinnu­leit, svo ekki sé talað um til bú­setu, eigi þess kost að læra ís­lensku, öðru eins fjár­magni er nú varið til út­lend­inga­mál­anna. Landið, tung­an og sag­an gera okk­ur að þjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum