fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Peregrin geimfarið á leið til tunglsins – Verður fyrsta bandaríska geimfarið til að lenda þar síðan 1972

Pressan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 06:30

Fjarhlið tunglsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun var Peregrin geimfarinu skotið á loft áleiðis til tunglsins þar sem það á að lenda. Ef það tekst þá verður þetta fyrsta bandaríska geimfarið sem lendir á tunglinu síðan Apollo 17 lenti þar 1972.

Það er bandaríska einkafyrirtækið Astrobotic sem stendur að baki verkefninu en bandaríska geimferðastofnunin NASA greiðir fyrirtækinu 108 milljónir dollara fyrir að flytja fimm vísindaleg mælitæki til tunglsins. Þetta er mun ódýrara fyrir NASA en að standa fyrir eigin geimskoti.

En það er fleira en vísindatæki um borð því einnig er DNA úr þremur leikurum úr Star Trek með í för auk DNA úr frægum bandarískum forsetum, þar á meðal John F. Kennedy.

Sky News segir að John Thornton, forstjóri Astrobotic hafi sagt að hann hafi beðið eftir þessu augnabliki í 16 ár þegar geimfarið tókst á loft.

Aukinn áhugi hefur verið á tunglinu að undanförnu eftir að í ljós kom að vatn er að finna þar. Það getur verið uppspretta drykkjarvatns fyrir geimfara og einnig verður hægt að nota það til að framleiða súrefni og eldsneyti. Þetta gæti sparað mikið í geimferðum framtíðarinnar því þá þarf ekki að flytja þetta með frá jörðinni. Er vonast til að tunglið geti orðið stökkpallur fyrir geimferðir til Mars og jafnvel enn fjarlægari staða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu