fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Joe Biden tekur því svo rólega að Obama er farinn að blanda sér í málin

Eyjan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 17:30

Mynd Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hið virta fréttatímarit New York Magazine kom út viku fyrir jól prýddi frekar dapurleg ljósmynd frá kosningaskrifstofu Joe Biden forsíðuna. „Rólegustu Demókratarnir í landinu,“ sót með rauðum stöfum á myndinni. Fyrir neðan stóð síðan: „Þrátt fyrir lélega útkomu í skoðanakönnunum og örvæntingarfulla stjórnmálaskýrendur er stemmningin mjög afslöppuð í höfuðstöðvum Biden.“

Í greininn í blaðinu var því síðan lýst hvernig þau, sem reyna að tryggja endurkjör Biden, telja sig nokkuð örugg um að hann sigri í kosningunum í nóvember. Að um frekar auðveldan sigur verði að ræða því mótframbjóðandi hans, Donald Trump, sé óútreiknanlegur og umdeildur og hafi auk þess verið ákærður fyrir fjölda brota.

En það eru ekki allir samflokksmenn Biden sammála þessari taktík hans. Einn þeirra er Barack Obama fyrrum forseti.

The Washington Post skýrði frá því á laugardaginn að Obama sé byrjaður að skipta sér af kosningabaráttu Biden, að sögn vegna þess að hann hefur áhyggjur af að röng taktík hafi verið valin. Er Obama sagður hafa boðið Biden í hádegisverð skömmu fyrir jól. Þar eru „líflegar umræður“ sagðar hafa átt sér stað þar sem Obama hvatti Biden til að gera hrókeringar í kosningastarfsliði sínu þannig að lykilfólk verði sent úr Hvíta húsinu og út um landið.

Þegar Obama var endurkjörinn 2012 sendi hann starfsfólk út um landið og er hann sagður hafa boðið Biden aðstoð ráðgjafa sinna sem störfuðu fyrir hann 2012.

Umrædd forsíða. Mynd:The New York Magazine

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sagan af fundi Biden og Obama var staðfest á sunnudaginn þegar Quentin Fulks, sem er meðal stjórnenda kosningabaráttu Biden, kom fram í sjónvarpsþættinum „Meet the Press“. Hann sagði að Biden og Obama hittist reglulega og hann fullvissaði áhorfendur um að kosningateymi Biden sé á tánum varðandi baráttuna.

Obama hefur ekki tjáð sig opinberlega um fundinn en David Axelrod, sem var áður aðalráðgjafi hans, sagði í samtali við Axios að margir samflokksmenn hans hafi áhyggjur en að hans mati geti Biden sigrað í kosningunum en hann sagðist samt sem áður hafa áhyggjur af stöðu mála.

Síðustu skoðanakannanir sýna að Trump er með gott forskot á Biden en stuðningurinn við hann hefur verið lítill um langa hríð. Það vekur því furðu að Biden hafi ekki endurskipulagt baráttu sína en Axios segir að hugsanlega þori enginn af þeim sem standa honum næst að taka umræðuna um þetta við hann. Ástæðan er að Biden er þekktur fyrir að vera skapstyggur og að hella sér yfir starfsfólk sitt. Þetta gæti skýrt af hverju það var Obama sem tók þessa umræðu við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar