fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

„Ég svaf hjá tengdapabba og nú er ég ólétt og veit ekki hvor á það“

Pressan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 04:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gerði stærstu mistök lífs míns og svaf hjá tengdapabba. Ég veit ekki hvor þeirra er faðir barnsins sem ég á von á.“

Þetta segir í bréfi sem lesandi The Sun sendi Deidre, sambands- og kynlífsráðgjafa blaðsins, nýlega. Fram kemur að konan er 28 ára og kærastinn 29 ára. Þau hafa verið saman í þrjú ár.

„Mér hefur alltaf komið vel saman við fjölskyldu hans og þegar hann fór í burtu til að stunda nám í lögregluskólanum, buðu þau mér að búa hjá þeim svo ég væri ekki ein í íbúðinni minni. Ég féll vel inn og hjálpaði þeim með eldamennsku og innkaup. Eftir að hafa búið hjá þeim í einn mánuð fór ég að taka eftir því að tengdafaðir minn horfði oft þögull á mig og þegar hann leit á mig fékk ég fiðring í magann. Tengdamóðir mín vann vaktavinnu og ég eyddi sífellt meiri tíma með pabba kærasta míns. Ég saknaði kærastans hræðilega mikið og ég veit ekki hvað var að mér, en mig fór að dreyma um pabba hans. Föstudagskvöld eitt vorum við ein heima og mjög sexý kvikmynd var sýnd í sjónvarpinu. Það var undarlegt að horfa á hana með honum og mér fannst við sífellt meira vera eins og par. Þegar það var komið að háttatíma, fór ég á klósettið og síðan inn í herbergið mitt og vonaðist til að hann myndi koma inn. Ég gat ekki sofið og þegar ég heyrði hljóð fyrir utan herbergið mitt stóð ég upp til að kanna hvað það var. Þar stóð tengdapabbi minn. Án þess að hika, dró ég hann inn og við stunduðum ástríðufullt kynlíf. En um leið og við höfðum lokið okkur af, var eins og álögin væru rofin og ég dauðsá eftir að hafa haldið framhjá. Við ræddum málið daginn eftir og ákváðum að við myndum aldrei láta neitt þessu líkt gerast aftur. Honum virtist líða jafn illa og mér. En nú hef ég uppgötvað að ég er ólétt og ég er ekki viss um hvor þeirra er barnsfaðirinn. Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ segir í bréfinu.

Deidre veitir að sjálfsögðu góð ráð og segir að í fyrsta lagi verði konan að ákveða hvort hún vilji ljúka meðgöngunni áður en hún segi kærasta sínum eða tengdaföður frá því að hún sé ólétt. Ef hún sé ákveðin í að eignast barnið sé hægt að gera DNA-rannsókn þegar það er komið í heiminn til að staðfesta hvor þeirra feðga er faðirinn.

Hún bendir konunni síðan á að ef hún ákveður að eignast barnið verði hún að hafa í huga að hún geti staðið frammi fyrir því að ala það upp einsömul. Jafnvel þótt hún reyni að leyna framhjáhaldinu, þá eigi fjölskylduleyndarmál af þessu tagi það til að koma upp á yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé