Íþróttafréttamaðurinn, Ríkharð Óskar Guðnason stýrði upphitun á Stöð2 Sport í gær þegar Manchester United vann sigur á Wigan í enska bikarnum.
Fyrir leik virtist Ríkharð vera í nokkrum vandræðum og svitnaði hann mikið í beinni útsendingu.
„Ertu ok Rikki minn,“ skrifaði grínistinn geðugi, Hjálmar Örn Jóhannsson og birti myndband af Rikki.
Rikki sem er með skemmtilegri mönnum landsins var fljótur að svara. „Nei alls ekki var mjög nálægt því að drepast þarna!,“ skrifaði Ríkharð.
Rikki náði svo vopnum sínum skömmu síðar og var í fullu fjöri á meðan leiknum stóð.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Ertu ok @RikkiGje minn? pic.twitter.com/oOnfZJNyL0
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) January 8, 2024