fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Minnast látins félaga og eiginkonu hans með hlýhug

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2024 21:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveit Suðurnesja minnist látins félaga síns með færslu á Facebook. Frímann Grímsson, sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi ásamt eiginkonu sinni, Margréti Á. Hrafnsdóttur, var félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörg, fulltrúi í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar til fjölda ára og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir félagið. 

„Það var sárt að Frímann Grímsson og eiginkona hans, Margrét Á Hrafnsdóttir, létust í bílslysi á Grindavíkurvegi.

Frímann hefur starfað í björgunarsveit í langan tíma eða í yfir 40 ár. Hann starfaði sem formaður björgunarsveitarinnar Stakks, sem er ein af stofnsveitum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann fluttist því yfir og starfaði hér síðan.

Þegar Frímann flutti austur á Bakkafjörð vegna vinnu árið 2000, þá starfaði hann með björgunarsveitinni þar. Hann var fulltrúi okkar í svæðisstjórn í mörg ár, starfaði sem umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði og var í nefnd um hönnun og smíði á nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Við viljum senda fjölskyldu Frímanns og Margrétar innilegar samúðarkveðjur frá okkur og þökkum Frímanni fyrir samstarfið síðustu áratugina.“

Sjá einnig: Nöfn þeirra sem létust á Grindavíkurvegi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“