Franz Beckenbauer, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, er látinn. Hann var 78 ára þegar hann féll frá.
Beckenbauer lést í gær eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið. Keisarinn eins og hann var alla jafn karlaður átti magnaðan feril.
Hann lék yfir 100 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland, hann var í liðinu sem vann HM árið 1974 en hann vann einnig silfur og brons á mótinu.
Hann var lengst af leikmaður FC Bayern og varð fjórtán sinnum þýskur meistari og vann Meistaradeildina í þrígang.
Hann var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 1972 og aftur fjórum árum seinna.
Hann hefur undanfarin ár haft mikið að segja um gang mála hjá FC Bayern og verið í stjórnunarstöðum hjá félaginu.