fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þegar auðug áttræð ekkja fann ástina að nýju neituðu dætur hennar að sjá arf sinn hverfa til „aumingja“

Pressan
Mánudaginn 8. janúar 2024 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda áttræðar ekkju eru vægast sagt ósátt með þá stefnu sem líf hennar hafði tekið, áður en hún féll frá. Nánar tiltekið þær ákvarðanir sem hún tók í málefnum ástarinnar.

Carolyn Holland fór frá því að vera eiginkona yfir í að vera ekkja árið 2015 þegar eiginmaður hennar, og faðir barna hennar tveggja, féll frá. Carolyn ákvað að þó að nálgast þessi kaflaskil sem nýja vegferð og var opin fyrir því að finna ástina að nýju. Fjölskyldu hennar óraði þó ekki fyrir því að hún myndi finna ástina í fangi Dave Foute. Dave þessi er töluvert yngri en ekkjan, eða 57 ára gamall, og er þar að auki útigangsmaður í bata frá fíknisjúkdómi.

Urðu strax tortryggnar

Ævintýrið hófst á því að Carolyn fékk Foute að sjá um tilfallandi verkefni á heimili hennar í Kaliforníu. Heimili þetta er metið á tæpar 240 milljónir, svo ekkjan er ekki á flæðarskeri stödd. Hún sá aumur á Foute sem á þessum tíma var þekktur í hverfinu fyrir að sófa á götum úti. Eftir að hann tók að sér viðvik fyrir ekkjuna tókst með þeim vinskapur og loks ást. Ekki leið á löngu áður en þau opinberuðu samband sitt fyrir umheiminum.

Dætur Carolyn, Sally og Susan, urðu strax tortryggnar. Hér var á ferð öldruð ekkja sem hafi misst eiginmann sinn og lífsförunaut til áratuga. Hún var í viðkvæmri stöðu og töldu dæturnar að Foute hafi ákveðið að nýta sér það.

Carolyn sagði þetta fásinnu. Hún ræddi við BBC þar sem hún sagði Foute hafa gefið henni mun meira en hún geti nokkurn tímann þakkað honum.

„Hann hefur gefið mér nokkuð einstakt, sökum hlýrrar nærveru sinnar. Við eigum svo margt sameiginlegt. Ég dýrka persónuleika hans og ég þoli það ekki þegar hann er frá mér.“

Frænka Carolyn, Kim, var einnig áhyggjufull. Henni leist ekkert á aldursmuninn og stéttamuninn á þessu nýslegna pari. „Hvers vegna myndi einhver á þessum aldri láta eins og hann sé ástfanginn af henni, ef ekki fyrir húsaskjól?“

Ekki bætti úr skák að Foute á litríka fortíð. Hann var áður háður fíkniefninu kristalla-methi og varði áratug á bak við lás og slá fyrir að útbúa rörasprengju sem hann ætlaði að sprengja í versluninni Walmart.

Skvísan mín

Foute sagði þetta þó allt heyra sögunni til. Hann hafi séð ljósið og kominn á beinu brautina.

„Ég ætla að sjá um hana eins vel og ég get, nema ég geti það ekki lengur. Allir strákarnir vita að Carolyn er skvísan mín og ég er ekkert að djóka með svona hluti. Ég er aldrei úti langt fram eftir kvöldi því nú hef ég einhvern að koma heim til. Ég ætla að vera hér þar til dekkin hrökkva undan. Sjáðu hvað frelsarinn hefur blessað mig? Ég gæti aldrei yfirgefið hana, mér er ætlað að vera hér með henni.“

Dætur Carolyn óttuðust eins um föðurarf sinn. Óskipt búið sem Carolyn sat í samanstóð af þeim eignum sem Carolyn og eiginmaður hennar heitinn öfluðu með blóði svita og tárum á þeirra langa hjónabandi. Systurnar ætluðu því ekki að sætta sig við að sjá þessar eignir hverfa til „einhvers aumingja“.

Þessar áhyggjur reyndust á rökum reistar þar sem Carolyn hafði meðal annars kvittað upp á yfirdráttarheimild upp á 7 milljónir fyrir kærastann og gefið honum hluta af 87 milljónum sem hún fékk er hún seldi eina af eignum sínum. Síðar veiktist Carolyn alvarlega og lét í kjölfarið lífið sökum Covid-19, en Foute hafði sannfært hana um að gangast ekki undir bólusetningu, en hann trúir á hinu ýmsu samsæriskenningar.

Úthýstu ástmanninum

Dætur Carolyn eru í dag sannfærðar um að Foute hafi aðeins verið að nota móður þeirra. Þegar móðir þeirra var enn á lífi reyndu þær að fá hana úrskurðaða ófjárráða, en dómari féllst ekki á að Carolyn væri ófær um að ráðstafa eigum sínum sökum heilsubrests. Eftir að Carolyn veiktist af Covid-19 skipti dómari þó um skoðun og skipaði dætur hennar fjárráðamenn. Þeirra fyrsta verk var að úthýsa nýjum eiginmanni móður sinnar og var honum svo meinað að hitta konu sína á dánarbeðinum. Foute býr í dag í bíl sínum, líkt og þegar hann hitti Carolyn fyrst. Dætur Carolyn prísa sig sælar að móður þeirra hafi ekki tekist að ánafna Foute öllum eignum sínum, en hann hafði víst verið að monta sig við vini sína mánuðum saman á að hann ætti mikinn auð í vændum.

Engu að síður hafði Carolyn á meðan hún lifði haldið því staðfast fram að ástin þeirra á milli væri raunveruleg. Foute léti henni líða eins og unglingi aftur og hún hreinlega gæti ekki hætt að flissa. Hvað gagnrýni dætra hennar varðar sagði Carolyn að þær hafi nú vanrækt hana gífurlega og varla komið í heimsókn, í það minnsta ekki fyrr en þær töldu arf sinn í hættu. „Þær telja sig vera að vernda mig frá Dave, en hann er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ sagði Carolyn sem gaf lítið fyrir afsakanir dætra sinna að þær hefði til þessa verið of uppteknar til að sinna henni.

Foute segir sjálfur að Carolyn hafi verið honum kær, og ekki líði sá dagur að hann sakni hennar ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu