Spænska blaðið Sport segir að Barcelona hafi óvænt verið boðið að semja við Jesse Lingard á frjálsri sölu.
Lingard hefur verið án félags síðan í sumar en hann hefur til að mynda farið á reynslu hjá sínu fyrrum félagi West Ham og Al-Ettifaq.
Hann fékk þó ekki samning þar og er því enn frjáls ferða sinna.
Nú er hann óvænt orðaður við Börsunga.
Samningur Lingard við Nottingham Forest rann út í sumar en hann var auðvitað áður lengi hjá Manchester United.