Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, vill losna frá Sádí Arabíu eftir nokkra mánuði í landinu og snúa aftur í enska boltann.
Henderson þarf þó eflaust að hugsa málið enda munu skattyfirvöld á Englandi taka væna summu úr vasa hans.
Henderson þénar um 700 þúsund pund á viku fyrir að spila með Al-Ettifaq en hann samdi við félagið síðasta sumar.
Henderson eins og fleiri eru orðnir þreyttir á lífinu í Sádí Arabíu.
Skattalög í Bretlandi segja að þeir sem fara og vinna í öðru landi þurfa að borga 45 prósent skatt af tekjum sínum ef þeir snúa aftur til landsins innan árs.
Sökum þess þyrfti Henderson að rífa fram 7 milljónir punda eða 1,2 milljarð króna ef hann mætur aftur á næstu vikum.