Um er að ræða hús sem var byggt á sjöunda áratug síðustu aldar og er parið nú að taka húsið í gegn með tilheyrandi niðurrifi. Þau hafa leyft fylgjendum sínum á TikTok að fylgjast með hvernig gengur og vakti myndband sem þau birtu á dögunum mikla athygli.
Á því sést þegar þau kíkja á bak við vegginn og sést þar glitta í meðalstóra Rimowa-ferðatösku. Taskan hefur sennilega verið búin að vera þarna í þó nokkuð mörg ár en athygli vakti að hún virtist vera vandlega falin á bak við vegginn.
Parið dró töskuna fram og opnaði hana en þá kom í ljós að inni í ferðatöskunni var önnur minni taska. Þegar hún var svo opnuð blasti við dúkka sem búið var að strappa niður.
Í hryllingsmyndum hafa dúkkur oftar en ekki verið notaðar til að hræða líftóruna úr fólki og nægir í því samhengi að nefna myndir eins og Annabelle og Chucky-seríuna.
Ekki skal lagt mat á það hvort einhver óhugnanleg ástæða liggi að baki því að dúkkunni var komið fyrir í tveimur töskum og hún svo ströppuð niður. Ýmsir hafa þó hvatt parið til að fara varlega.
„Seljið húsið. Þessi dúkka var þarna af einhverri ástæðu,“ sagði til dæmis einn. „Hundurinn fann meira að segja orkuna áður en þú opnaðir töskuna,“ sagði annar.
Svo er einn sem bendir á að hugsanlega hafi fyrri eigendur hússins verið húmoristar og hugsað með sér eitthvað á þessa leið: „Hey! Setjum dúkku í ferðatösku, felum hana inni í vegg og hræðum líftóruna úr einhverjum.“
@stonestack_renovation Replying to @Kim Leslie Sorry for the delay in getting part 3 out, we have bedn extremely busy renovating and celebrating new year #fyp #hiddengems #renn #rennovation #rennovationproject #foryou #foryourpage #f #hidden #creepy ♬ original sound – Stonestack renovation