Real Madrid hefur mikinn áhuga á því að kaupa Jarrad Branthwaite, varnarmann Everton í sumar. Hann er öflugur leikmaður sem vakið hefur athygli á þessu tímabili.
Branthwaite er 21 árs gamall og hefur verið virkilega öflugur í vörn Everton á þessu tímabili.
Branthwaite þekkir vel til Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, en hann gaf honum fyrsta tækifærið í aðalliði Everton.
Manchester United og Tottenham hafa sýnt Branthwaite áhuga en Real Madrid sýnir nú klærnar.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur mikla trú á Branthwaite og valdi hann í síðasta landsliðshóp.
Branthwaite hefur verið jafn besti leikmaður leikmaður Everton á þessu tímabili og gerði þriggja ára samning við félagið.