Stórborgin París í Frakklandi vígir í dag götu nefnda eftir tónlistarmanninum David Bowie. Gatan er í Austerlitz hlutanum í 13 hverfi, milli Rue Gisèle-Freud og Avenue Pierre-Mendès-France.
David Bowie lést 10. janúar árið 2016, 69 ára að aldri. En hver eru tengsl hans og frönsku stórborgarinnar? Jú það mun hafa verið í París árið 1965 sem hinn 18 ára gamli Bowie ásamt hljómsveit hans, The Lower Third, steig fyrst opinberlega á svið. Í tilefni af vígslu götunnar vverða tónleikar í kvöld og ljósmynda- og myndlistarsýning.