Fulltrúar Kylian Mbappe hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttum af því að hann hafi samið við Real Madrid er hafnað alfarið.
Foot Mercato í Frakklandi hélt því fram að samningar væru í höfn á milli Mbappe og Real Madrid um að hann færi þangað frítt næsta sumar þegar samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út.
Það er hins vegar ekkert til í því og samkvæmt yfirlýsingunni hafa engar viðræður átt sér stað.
Það er ekkert leyndarmál að draumur Mbappe er að spila fyrir Real Madrid einn daginn. Hvort það gerist í sumar eða ekki á eftir að koma í ljós en það má án efa búast við fleiri tíðindum af stórstjörnunni eftir því sem nær dregur sumri.
🚨🇫🇷 Kylian Mbappé’s camp statement.
“There’s NO agreement on Kylian future. There have been no discussions about his future”.
“No type of influence could dictate the timing of Kylian's discussions, reflections, decisions”.@rmcsport @fabricehawkins 📥 pic.twitter.com/5hhweuxT9M
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 8, 2024