Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist ekki vilja útiloka það að liðið verði enskur meistari á leiktíðinni.
United hefur átt afleitt tímabil og situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, 14 stigum frá toppnum.
Þá endaði liðið á botni síns riðils í Meistaradeild Evrópu.
„Það er enn enska úrvalsdeildin. Það eru tveir titlar sem við munum berjast um, úrvalsdeildin og enski bikarinn,“ sagði Ten Hag þó meðal annars í nýju viðtali.
Netverjar voru margir hverjir slegnir yfir ummælunum, enda litlar líkur á að United geti unnið ensku úrvalsdeildina í vor.
Liðið er þó inni í bikarnum og mætir þar Wigan í kvöld.