fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Segir að framtíð Gylfa Þórs velti á þessu – „Ég held að þetta setji strik í reikninginn“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. janúar 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá danska félaginu Lyngby hefur verið til umræðu undanfarna daga í kjölfar þess að íslenski þjálfarinn Freyr Alexandersson yfirgaf félagið.

Freyr er tekinn við KV Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Hann fékk Gylfa til Lyngby í haust og hefur skilað frábæru starfi fyrir félagið undanfarin tvö og hálft ár.

„Nú er Freysi farinn. Gæti Gylfi ekki farið fram á það ef það er eitthvað í pípunum að losna í janúar á meðan glugginn er opinn?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni.

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson tók til máls en hann telur að framtíð Gylfa velti á því að hann komi sér almennilega af stað á fótboltavellinum. Þessi markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands hefur glímt við meiðsli frá því hann sneri aftur í haust.

„Eigum við ekki bara að byrja á að sjá hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði eitthvað mikið meira í fótbolta? Hann er frábær í fótbolta og var frábær í einhverjum bikarleik með Lyngby þar sem hann gerði tvö mörk, um svipað leyti og þessi Liechtenstein leikur (þar sem Gylfi skoraði tvö) var. Hvað hefur hann gert fyrir utan það? Hann er búinn að vera meiddur síðan hann byrjaði,“ sagði Mikael.

Eins og flestir vita hafði Gylfi ekki spilað fótbolta í meira en tvö ár fyrir endurkomuna til Lyngby en þar áður var hann hjá Everton.

„Það er hrikalega erfitt að koma til baka eftir svona. Ég held að þetta setji strik í reikninginn hjá Lyngby. En ég veit ekki hvaða lið ættu að vera að spá í honum núna. Það eru milljónir leikmenn í heiminum. Gylfi er frábær fótboltamaður en eru einhver stærri lið en Lyngby að fara að taka séns á honum? Hann þarf að spila í tvo mánuði án þess að meiðast svo eitthvað fari að gerast.

Hann verður að fara að komast í gang. Ef hann gerir það, þá held ég að hann verði ekki mikið lengur í Lyngby,“ sagði Mikael að lokum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð