Jasmín Erla Ingadóttir hefur skrifað undir samning við stórlið Vals í Bestu deild kvenna.
Þetta var staðfest í dag en Jasmín gerir þriggja ára samning á Hlíðarenda eftir dvöl hjá Stjörnunni.
Jasmín spilaði glimrandi vel sumarið 2022 og skoraði 11 mörk en var ekki eins heit í fyrra og gerði fjögur mörk.
Hún kemur þó klárlega með að styrkja Val sem mun berjast um Íslandsmeistaratitilinn næsta sumar.