Liverpool er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir leik á Emirates vellinum í kvöld.
Arsenal tók á móti Liverpool en tvö mörk voru skoruð og komu þau bæði undir lok seinni hálfleiks.
Fyrra markið skoraði Jakub Kiwior en hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Luis Diaz gulltryggði svo sigur Liverpool í blálokin og ljóst að Arsenal er úr leikl í bikarnum þetta árið.
Heimamenn fengu sín færi til að skora en nýttu þau ekki sem kostaði að lokum leikinn.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports.
Arsenal: Ramsdale (7), White (6), Saliba (6), Gabriel (6), Kiwior (5), Rice (6), Jorginho (6), Odegaard (6), Saka (5), Nelson (6), Havertz (5).
Varamenn: Martinelli (6).
Liverpool: Alisson (8), Alexander-Arnold (8), Quansah (7), Konate (8), Gomez (6), Elliott (7), Mac Allister (6), Jones (8), Gakpo (7), Nunez (6), Diaz (7).
Varamenn: Jota (7), Gravenberch (7).