fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Var Hvíta húsið til sölu á forsetatíma Trump?

Eyjan
Mánudaginn 8. janúar 2024 22:00

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim fjórum árum sem Donald Trump gegndi embætti forseta Bandaríkjanna fengu fyrirtæki honum tengd að minnsta kosti 7,8 milljónir dollara greidda frá ýmsum ríkjum í heiminum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gerðu og birtu fyrir helgi.  Í skýrslunni kemur fram að þessi upphæð sé aðeins hluti af þeim greiðslum sem fyrirtæki tengd Trump fengu á þessum fjórum árum frá erlendum ríkjum.

Þessi ríki greiddu fyrirtækjum Trump fyrir leigu á íbúðum og hótelherbergjum. „Trump auðgaðist á þessu á sama tíma og hann tók ákvarðanir um utanríkismál tengd þessum löndum, málefni sem höfðu afleiðingar fyrir Bandaríkin,“ segir í skýrslunni.

Meðal þessara ríkja eru Kína, Sádi-Arabía, Tyrkland, Kongó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Malasía.

Eftir því sem kemur fram í skýrslunni þá komu 20 ríki við sögu í þessu.

Trump starfaði sem kaupsýslumaður áður en hann var kjörinn forseti. Ólíkt því sem fyrirrennarar hans í embætti gerðu, þá seldi hann ekki fyrirtæki sín eða kom þeim fyrir undir stjórn fyrirtækjasjóða þegar hann var kjörinn forseti.

Skömmu eftir að hann var kjörinn forseti 2016 byrjaði þingið að rannsaka hugsanleg brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um að stjórnmálamenn megi ekki taka við greiðslum frá erlendum ríkjum án þess að fá heimild til þess fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi