Manchester City er komið áfram örugglega í næstu umferð enska bikarsins eftir leik gegn Huddersfield í dag.
Keivn de Bruyne sneri aftur í lið Man City í dag en hann átti góða endurkomu í sannfærandi heimasigri.
Englandsmeistararnir skoruðu fimm mörk gegn engu frá gestunum og verða í drættinum fyrir næstu umferð.
West Ham er annað úrvalsdeildarlið sem átti leik í dag en liðið gerði óvænt jafntefli heima við Bristol City.
Það sama má segja um Nottingham Forest sem gerði 2-2 jafntefli við Blackpool eftir að hafa lent 2-0 undir.
Manchester City 5 – 0 Huddersfield
1-0 Phil Foden
2-0 Julian Alvarez
3-0 Oscar Bobb
4-0 Phil Foden
5-0 Jeremy Doku
West Ham 1 – 1 Bristol City
1-0 Jarrod Bowen
1-1 Tommy Conway
Nott. Forest 2 – 2 Blackpool
0-1 Jordan Gabriel
0-2 Albie Morgan
1-2 Nicolas Dominguez
2-2 Morgan Gibbs-White