fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Anton Kristinn skellir rosalegum verðmiða á glæsihýsið á Arnarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. janúar 2024 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Kristinn Þórarinsson athafnamaður hefur sett verð á risastórt glæsihýsi sitt á Haukanesi í Garðabæ en húsið var sett á sölu í desember síðastliðnum.

Húsið, sem er 620 fm ein­býli á tveim­ur hæðum og hannað af Kristni Ragnarssyni hjá KRark, er enn í byggingu og verður húsið afhent í núverandi ástandi.  Húsið stend­ur á 1467 fm eign­ar­lóð sem er al­veg við sjó­inn og er með óskertu sjáv­ar­út­sýni.

Fasteignamat hússins er 258.300.000 krónur. Í fyrstu var óskað eftir tilboðum í eignina en núna Anton sett verðmiða á húsið og hann er óvenjulega hár:

Húsið kostar 590 milljónir króna.

 

 

 

 

Húsið skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, skrifstofu, tvö stór svefn­her­bergi, baðher­bergi, hjóna­svítu með fata­her­bergi og baðher­bergi, sjón­varps­hol, og bílskúr á efri hæð. Á neðri hæð eru eldhús/borðstofa, tvö svefn­her­bergi, tvö baðher­bergi, þvotta­hús, geymsla, skrif­stofu­her­bergi, stórt opið afþrey­ing­ar­rými, tækn­i­rými auk her­bergja sem hugsuð voru sem kvik­mynda­her­bergi og leik­her­bergi. Af neðri hæðinni er út­gengt út í lóðina og fjör­una. Skv. selj­anda er heim­ilt að setja báta­skýli á lóðina.

Húsið er staðsteypt tví­lyft ein­býl­is­hús og er burðar­virkið staðsteypt með járn­bentri stein­steypu. Útvegg­ir eru ein­angraðir að utan með stein­ull og klædd­ir með stuðlabergs ál­klæðningu frá Idex.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum