Hákon Haraldsson átti mjög góðan leik fyrir lið Lille sem spilaði gegn Golden Lion í franska bikarnum í dag.
Hákon skoraði tvö í þessum leik og lagði upp tvö en fyrra mark hans kom af vítapunktinum.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði nánast allan leikinn en var tekinn af velli þegar 81 mínúta var komin á klukkuna.
Hákon var eldheitur í seinni hálfleik en hann lagði upp áttunda mark liðsins, skoraði það níunda úr vítaspyrnu, lagði svo upp það tíunda og skoraði það ellefta.
Lille er augljóslega mun betra lið en Golden Lion og vann 12-0 sigur og er komið áfram í næstu umferð.