Miðjumaðurinn reynslumikli, Casemiro, hefur komið liðsfélaga sínum Rasmus Hojlund til varnar eftir erfiða byrjun í vetur.
Hojlund hefur aðeins skorað eitt mark í 15 leikjum fyrir United í deild hingað til en hann var fenginn til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.
Daninn hefur þurft að glíma við þónokkra gagnrýni hingað til en Casemiro segir að það sé ósanngjarnt að setja svo mikla pressu á 20 ára gamlan strák.
,,Í lok dags þá er þetta bara krakki og við getum ekki sett svo mikla pressu á hann,“ sagði Casemiro.
,,Margir telja að hann eigi að koma inn og skora 30 mörk um leið, hann er enn ungur og þetta er hans fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni.“