Það er alveg ljóst hver er orðin stærsta stjarnan hjá Real Madrid í dag en það er leikmaður að nafni Jude Bellingham.
Bellingham kom til Real frá Dortmund í sumar og hefur byrjað feril sinn stórkostlega á Spáni.
Bellingham er líklega vinsælasti leikmaður Real en hann fékk rosalegar móttökur er hann mætti til leiks gegn Arandina í gær.
Boltastrákar vallarins hópuðust að Bellingham fyrir leikinn og fengu mynd af sér með leikmanninum.
Flest aðrir voru hundsaðir af sömu strákum sem horfðu aðeins til Bellingham sem hefur gert 13 mörk í 17 deildarleikjum.
🔥Bellingham in da house. #ArandinaRealMadrid #CopadelRey pic.twitter.com/I7m9L072nG
— MARCA (@marca) January 6, 2024