Ivan Toney er mættur aftur á völlinn eftir að hafa tekið út langt bann vegna veðmálabrota.
Toney er leikmaður Brentford en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna bannsins sem fór í gang í sumar.
Hann er nú búinn að taka út sína refsingu og spilaði með varaliði Brentford sem mætti varaliði Southampton í gær.
Enski landsliðsmaðurinn minnti á sig strax í fyrsta leik en hann skoraði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri.
Toney hefur haldið sér í standi þrátt fyrir bannið og mun líklega koma við sögu hjá Brentford í vetur nema hann verði seldur í janúar.