Mason Greenwood vakti heldur betur athygli í gær er hann mætti til leiks með Getafe gegn Espanyol.
Greenwood spilaði allan leikinn er Getafe fagnaði 1-0 sigri og er komið í næstu umferð bikarsins.
Framherjinn hefur staðið sig vel í vetur en hann er í láni hjá spænska félaginu frá Manchester United.
Það voru skór Greenwood sem vöktu helst athygli en um er að ræða skó frá Nike sem hafa aldrei sést áður.
Englendingurinn er sá eini sem hefur klæðst þessum ágætu skóm sem má sjá hér fyrir neðan.