Það er kallað eftir því að einn stuðningsmaður Millwall á Englandi verði dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta.
Margir heimta þetta eftir myndband sem birtist af manninum í leik gegn Leicester í bikarnum í gær.
Þessi maður gerði þá grín að þyrluslysinu sem átti sér stað árið 2018 þar sem eigandi Leicester, Vichai Srivaddhapanaprabha, lét lífið.
Skilaboð mannsins voru mjög skýr en sem betur fer náðust þau á myndband og á hann von á harðri refsingu.
Leikurinn sjálfur var ansi spennandi en Leicester vann að lokum 3-2 og er komið í næstu umferð.
Hér má sjá myndbandið umtalaða.
Helicopter gestures. Lifetime ban needed . @LCFC @MillwallFC #lcfc #leicestercity pic.twitter.com/wmLu9pqc4U
— Shane Lawlor 🕖 (@Lawlor423) January 6, 2024