fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Merkilegt að þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilji vinstri sósíalista sem forsætisráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 7. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjungur sjálfstæðismanna telur Katrínu Jakobsdóttur besta forsætisráðherrann sem völ sé á og fleiri sjálfstæðismenn telja Þórdísi Kolbrúnu hafa staðið sig best ráðherra flokksins en þeir sem telja að Bjarni Benediktsson hafi staðið sig best. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur tíðindi felast í því að fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins telur Bjarna Benediktsson ekki hafa axlað ábyrgð á Íslandsbankasölunni með því að flytja sig um set yfir í utanríkisráðuneytið. Á sama tíma og 28 prósent völdu Kristrúnu Frostadóttur sem besta forsætisráðherraefnið völdu einungis sjö prósent Bjarna Benediktsson. Ólafur Þ. Harðarson er gestur Ólafs Arnarsonar í fyrsta hlaðvarpsþætti Eyjunnar á nýju ári.

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 4.mp4

Í maskínukönnun sem gerð var fyrir Kryddsíldina núna um áramótin var m.a. spurt um hver yrði besti forsætisráðherrann að mati svarenda og þá voru það 28 prósent sem nefndu Kristrúnu, 21 prósent nefndu Katrínu, og þær tvær voru langefstar. Síðan komu Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín með í kringum 10 prósent hvort og Bjarni Benediktsson var með í kringum sjö prósent þegar spurt var um hver yrði besti forsætisráðherrann,“ segir Ólafur.

Hann segir það líka athyglisvert varðandi þetta og stöðu Bjarna að þegar einungis sé litið á þá sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn – hvern þeir teldu að yrði besti forsætisráðherrann – þá nefndu 38 prósent Bjarna og 32 prósent nefndu Katrínu. „Þannig að vinsældir Katrínar – eða óvinsældir Bjarna – í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru umtalsverðar.“

Þetta eru talsverð tíðindi að 32 prósent Sjálfstæðismanna kjósi helst leiðtoga vinstri grænna sem forsætisráðherra.

Þetta er mjög merkilegt en ef ég man þetta rétt voru tölurnar fyrir hana enn hærri árið 2021, mig minnir að þau hafi bæði verið í kringum 40 prósentin, Katrín og Bjarni, og ef ég man þetta rétt var Katrín heldur hærri en Bjarni 2021. En auðvitað er það mjög merkilegt að þriðjungur eða meira af kjósendum flokksins lengst til hægri vilji fá vinstri sósíalista sem forsætisráðherra,“ segir Ólafur og bætir því við að honum hafi líka þótt athyglisvert í þessari Kryddsíldarkönnun að þegar spurt var hvaða ráðherra hefði staðið sig best þá komi Þórdís Kolbrún best út hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Það eru 19 prósent af sjálfstæðismönnum sem telja að hún hafi staðið sig best ráðherranna, 18 prósent nefna Bjarna, 13 prósent nefna Áslaugu Örnu, 11 prósent Guðrúnu Hafsteinsdóttur og 10 prósent Guðlaug þannig að það sem er athyglisverðast við þessa mælingu er að hún setur Þórdísi og Bjarna eiginlega hlið við hlið og að Þórdís er að skora þarna mun betur en aðrir ráðherrar flokksins sem gætu hugsanlega orðið hennar keppinautar um formannsstöðu ef Bjarni kýs að hætta einhvern tímann á næstunni,“ segir Ólafur.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Í Gallup könnun sem kom nú í vikunni kom fram að í 30 ára sögu Gallup hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri, um 18,1 prósent, og þú ert að benda á að þegar rýnt er í Maskínukönnunina, sem gefur ekkert óáþekka niðurstöðu …

Nei, það er áberandi að kannanir Maskínu og kannanir Gallup hafa í öllum aðalatriðum síðasta árið, og lengur, verið í stórum atriðum svipaðar og dregið upp sömu stóru myndina þótt vitanlega sé eitthvert flökt á einstökum flokkum,“ skýtur Ólafur inn í.

Og þarna sé Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 18 prósent og formaðurinn, þó að hann virðist geta gengið að því vísu að fá stuðning á landsfundi þegar hann óskar eftir því, þá er vaxandi óánægja með hann í flokknum.

Já, ég hugsa að það sé rétt en ég hef ekki skoðað kerfisbundið þann samanburð aftur í tímann til að vera viss um hvort að þetta hafi breyst, en það er líka athyglisvert í þessari Maskínukönnun að þegar spurt var um hvort Bjarni hefði ekki axlað ábyrgð á Íslandsbankamálinu eða hann hefði bara axlað ábyrgðina að litlu leyti með því að færa sig úr fjármálaráðuneytinu yfir í utanríkisráðuneytið þá voru 70 prósent allra kjósenda á því að hann hefði ekki axlað ábyrgðina en meðal sjálfstæðismanna voru 20 prósent sem töldu að hann hefði ekki gert það. Það finnst mér vera athyglisvert, að fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi ekki axlað ábyrgð með því að fara í utanríkisráðuneytið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture