fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Yfirlýsing Steypustöðvarinnar vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 17:19

Steypustöðin birti yfirlýsingu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steypustöðin birti í dag yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi. Tveir létust í slysinu sem var á tólfta tímanum í gærdag.

Segir þar að í gær hafi orðið sá hörmulegi atburður á Grindavíkurvegi að tveir bílar hafi rekist saman í hálku. Annað ökutækið var á vegum Steypustöðvarinnar.

„Eins og komið hefur fram voru ökumaður og farþegi hins ökutækisins úrskurðuð látin á vettvangi, en ökumaður Steypustöðvarinnar fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir í yfirlýsingunni.

Enn fremur:

„Gærdagurinn var mikill sorgardagur í sögu Steypustöðvarinnar og er starfsfólk okkar harmi slegið vegna atburðarins. Hugur okkar er hjá aðstandendum hinna látnu, þar sem margir eiga nú um sárt að binda. Sem stendur leggjum við áherslu á að hlúa að starfsfólki okkar, þar sem öllum er mjög brugðið.“

Segir að aðhlynning fyrirtækisins eigi ekki síst við um ökumanninn sem sem var við störf á vegum félagsins. Unnið er með þeim aðilum sem koma að rannsókn slyssins og allar upplýsingar sem mögulega er hægt að veita verða veittar.

Yfirlýsingin í heild:

Í gær, föstudaginn 5. janúar, varð sá hörmulegi atburður á Grindavíkurvegi að tveir bílar rákust saman í hálku og var annað ökutækið á vegum Steypustöðvarinnar. Eins og komið hefur fram voru ökumaður og farþegi hins ökutækisins úrskurðuð látin á vettvangi, en ökumaður Steypustöðvarinnar fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Gærdagurinn var mikill sorgardagur í sögu Steypustöðvarinnar og er starfsfólk okkar harmi slegið vegna atburðarins. Hugur okkar er hjá aðstandendum hinna látnu, þar sem margir eiga nú um sárt að binda. Sem stendur leggjum við áherslu á að hlúa að starfsfólki okkar, þar sem öllum er mjög brugðið. Aðhlynning okkar á ekki síst við um ökumanninn sem var við störf á vegum félagsins. Við vinnum einnig með þeim aðilum sem koma að rannsókn slyssins til að veita allar tiltækar upplýsingar sem við mögulega getum.

F.h. Steypustöðvarinnar ehf.,

Björn Ingi Victorsson, forstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð