fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Nafnlaus neyðarköll á Facebook ekki öll sem þau eru séð – Einstæður þriggja barna faðir á einum stað en par með tvö börn á öðrum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 16:45

Nafnlausum neyðarköllum þar sem beðið er um innlagnir inn á Bónuskort hefur fjölgað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið eftir því að aukning hefur verið á því að fólk auglýsi nafnlaust eftir matargjöfum á samfélagsmiðlum. Óskað er eftir því að lagt sé inn á inneignarkort í versluninni Bónus. Þegar nánar er að gáð sést að í einhverjum tilfellum getur verið að maðkur sé í mysunni.

„Góðan daginn. Nú er ég á þeim stað sem ég vill alls ekki vera væri til í að vera á hinum staðnum.“

Svona hefst færsla sem birt var í grúbbu á Facebook þann 13. október síðastliðinn. Færslan er nafnlaus en í henni segist viðkomandi vera einstæður faðir með þrjú börn. Hann hafi ekki getað borgað húsaleigu. Óskar hann eftir að fólk leggi inn á sig eða inn á Bónuskort.

Þann 12. desember birtist svo önnur færsla. Þar sem vísað er á sama Bónuskort. Nú er hins vegar sagt að um par sé að ræða sem sé með tvö börn, 7 og 11 ára.

„En ef einhver getur séð af smá aur þá er ég með rkn numer sem væri frábært uppa skógjafir og jólagjafir fyrir krakkana,“ segir í færslunni sem er einnig nafnlaus.

Þegar yfirlit kortsins er skoðað sést að 83 þúsund hafa safnast inn á það á rétt rúmu ári. Hugsanlegt er að kortið hafi verið auglýst í fleiri skipti.

Eftir miklu að slægjast

Misvísandi upplýsingar sem þessar benda til þess að um sé að ræða svik. Það er að viðkomandi aðili segi ekki rétt frá vegna þess að hann þurfi ekki á aðstoð að halda eða þá að ástæðurnar þess að hann eigi ekki fyrir mat séu fólgnar í öðru, svo sem í fíkn.

Engin leið er fyrir almenning að vita hvað sé satt þar sem færslurnar eru nafnlausar, en stjórnendur samfélagsmiðlagrúbba fá hins vegar nafnlausar færslur til umsagnar áður en þær fá að birtast. Óvíst er hversu grannt þær eru skoðaðar.

Vitað er að mikið getur safnast af fé með auglýsingum af þessu tagi. DV hefur upplýsingar um að nokkur hundruð þúsund krónur hafi safnast á stuttum tíma inn á Bónuskort eftir nafnlaust neyðarkall á samfélagsmiðlum. Því er eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt