Böðvar Böðvarsson er mættur heim til Íslands og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við FH í Bestu deild karla.
Þetta staðfesti FH í dag en Böðvar hefur undanfarin fimm ár spilað í atvinnumennsku hjá fjórum félögum.
Böðvar hefur leikið með FC Midtjylland, Jagiellonia, Helsingborg og Trelleborg á sínum ferli erlendis.
Bakvörðurinn á þá að baki fimm landsleiki fyrir A landslið Íslands og var hluti af U21 landsliðinu á sínum tíma.
Böðvar er á besta aldri og er 28 ára gamall en FH birti skemmtilegt myndband þar sem hann er kynntur til leiks.
Myndbandið má sjá hér.