fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

BBC sakað um að gera lítið úr manni sem fann merkasta steingerving sögunnar – „Ég er orðlaus“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 14:30

Jacobs (til hægri) var orðlaus eftir að hafa horft á myndina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkissjónvarpið BBC hefur verið harkalega gagnrýnt af vísindasamfélaginu fyrir að gera lítið úr Philip Jacobs sem fann merkasta steingerving sögunnar. Í þætti David Attenborough var fjallað ítarlega um steingerving sæskrímslisins sem Jacobs fann en hann ekki nefndur á nafn.

Um er að ræða steingervða hauskúpu risaeðlu sem lifði fyrir 150 milljón árum síðan. Á fræðimáli heitir ferlíkið pliosaur. Er steingervingurinn ótrúlega vel varðveittur.

Jacobs fann steingervinginn þegar hann var á göngu á ströndinni Dorset í Bretlandi í apríl árið 2022. Snoppan stóð upp úr jörðinni en restin af hauskúpunni kom í ljós þegar byrjað var að grafa.

Ekki eitt orð

BBC fylgdist náið með þessari uppgötvun og sýndu heimildarmynd um hana um áramótin. Jacobs var hins vegar ekki sáttur þar sem hann var ekki einu sinni nefndur á nafn. Aðeins talað um „áhugafullan steingervingafundarmann.“

„Það er búið að afmá mig í minni eigin uppgötvun, það er ekki einu sinni minnst á mig. Ég er orðlaus,“ sagði Jacobs samkvæmt fréttastofunni Deadline.

Undirskriftasöfnun

Nú er búið að hrinda af stað undirskriftasöfnun til þess að fá eðluna nefnda eftir Jacobs. 2000 manns hafa þegar skrifað undir söfnunina.

„Það er talað um að þetta sé merkasti steingervingafundur allra tíma,“ sagði Anna Morell, sem hóf undirskriftasöfnunina. „Þetta er einstakt. Þetta er risastórt. Þetta skiptir máli. En samt er verið að afmá nafn Philip úr þessari sögu.“

Gagnrýni vísindasamfélagsins

Vísindasamfélagið hefur einnig gagnrýnt BBC, meðal annars steingervingafræðingurinn Dean Lomax sem sjálfur hefur stýrt sjónvarpsþáttum.

„Philip Jacobs á skilið mikla viðurkenningu, ekki aðeins fyrir að finna þennan steingerving heldur einnig fyrir að passa upp á steingervinginn fyrir vísindin.“

Nafn Jacobs í kreditlista nóg

BBC hefur brugðist við málinu með yfirlýsingu. Segir þar að rætt hafi verið við Jacobs fyrir fundinn og að á hann hafi verið minnst í listanum sem rennur yfir skjáinn í lokin. „Þessi mynd fjallaði aðallega um uppgröftinn og vísindalega rannsókn á steingervingnum,“ segir í yfirlýsingunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum